8. apr. 2014

SPRING 2014

Nú er vorið svo sannarlega gengið í garð og get ég ekki beðið eftir sumrinu. Ekki finnst mér bara gaman að taka upp stuttbuxurnar heldur er frekar leiðinlegt að pakka leðurbuxunum...en það eru ennþá nokkrir dagar í það. 

Ég hef ekki mikið séð um "ný" trend í vortískunni en í fyrrasumar þegar white-on-white brjálæðið og cami toppar eða "spaghetti" topparnir voru mjög vinsælir þá hafa hlutir aðeins farið út fyrir þægindar rammann. Í staðinn fyrir hvítar buxur hafa hvítar "leður" buxur aðeins tekið sinn lit í búðunum en ég er gjörsamlega að crave-a hvítan gallajakka. Spaghetti-bolirnir eru núna orðnir kjólar eða samfestingar og að hafa blúndu í bolnum er bara nokkuð töff.

það sem er í TRENDI núna í vor eru aðallega Nike Roshe skór, opnir sandalar, aztec fatnaður, hvítar "leður" buxur, floral skreytt föt og mikið af lace fatnaði, soldið sexý.


Vor outfit vol 2
Vir outfit vol 3

vor outfit vol 3

Einnig hefur vorið verið byrjun BOHO fatnaðs á Íslandi allaveganna. Fyrir þá sem vita ekki hvað BOHO er þá er það í raun bara "hippa" föt eða Bohemian föt. Útvíðar buxur, hárbönd,blúndu fatnaður, mikið af skarti, brún belti og töskur, hringlaga sólgleraugu, kimono, sandalar, vesti, kögur, síð pils og gallajakkar. Drottning boho klæðnaðs er klárlega Vanessa Hudgens. Til að bæta gráu ofan á svart þá á hún fallegasta kærasta í heimi ( fyrir þá sem horfa á Carrie Diaries ).











Nýja lína LINDEX edited by Kate Hudson er í anda BOHO fatnaðar og á ég sjálf Kimono úr þeirri línu. 

COACHELLA er tónlistarhátíð haldin í Californiu og þar er mikið um boho fatnaði. Á Harpers Bazaar er bloggað um þann fatnað. En hér eru myndir síðan í fyrra. 










Julianne Hough flott eins og alltaf.




XX - smkjartans

Engin ummæli:

Skrifa ummæli