29. apr. 2014

KATE MOSS X TOPSHOP

Afsakið letina en síðasta færsla var fyrir 21 dögum. En gleðilegt sumar ! Það er víst komið. En ég er ekki hér til að tala um veðrið heldur nýju línu TOPSHOP en þar er engin önnur en hún KATE MOSS sem er með hönnunarliði TOPSHOP í þessari flottu Vor/Sumar línu.

í dag 29. apríl var línan "launched" eða kynnt í Lundúnum. Þessi nýja lína lýsir hennar innri "LONDON GIRL" og segist hún hafa skemmt sér mikið við gerð á þessari línu. Í henni eru 4 "undir"línur.


"TAILORING NOIR"


"BALEARIC DRESSING"


"COCKTAIL HOUR"


"PYJAMA DRESSING"

Línan kemur í búðir hér á landi á morgun og vill ég endilega minna alla á instagram-leikinn sem @topshop_iceland er með þar sem þú getur unnið 10.000kr gjafabréf. 

Ákvað að setja inn mínar uppáhalds flíkur í þessari línu en þið getið skoðað restina á topshop.com/katemoss


LONG FRINGE TASSEL DRESS BY KATE MOSS FOR TOPSHOP


JEWEL BREAD OVERLAY DRESS BY KATE MOSS FOR TOPSHOP


BEADED FRINGE TIERED DRESS BY KATE MOSS FOR TOPSHOP
(að mínu mati lang flottasti kjóllinn í línunni)

BEADED FRINGE JACKET BY KATE MOSS FOR TOPSHOP

XX -smkjartans

8. apr. 2014

SPRING 2014

Nú er vorið svo sannarlega gengið í garð og get ég ekki beðið eftir sumrinu. Ekki finnst mér bara gaman að taka upp stuttbuxurnar heldur er frekar leiðinlegt að pakka leðurbuxunum...en það eru ennþá nokkrir dagar í það. 

Ég hef ekki mikið séð um "ný" trend í vortískunni en í fyrrasumar þegar white-on-white brjálæðið og cami toppar eða "spaghetti" topparnir voru mjög vinsælir þá hafa hlutir aðeins farið út fyrir þægindar rammann. Í staðinn fyrir hvítar buxur hafa hvítar "leður" buxur aðeins tekið sinn lit í búðunum en ég er gjörsamlega að crave-a hvítan gallajakka. Spaghetti-bolirnir eru núna orðnir kjólar eða samfestingar og að hafa blúndu í bolnum er bara nokkuð töff.

það sem er í TRENDI núna í vor eru aðallega Nike Roshe skór, opnir sandalar, aztec fatnaður, hvítar "leður" buxur, floral skreytt föt og mikið af lace fatnaði, soldið sexý.


Vor outfit vol 2
Vir outfit vol 3

vor outfit vol 3

Einnig hefur vorið verið byrjun BOHO fatnaðs á Íslandi allaveganna. Fyrir þá sem vita ekki hvað BOHO er þá er það í raun bara "hippa" föt eða Bohemian föt. Útvíðar buxur, hárbönd,blúndu fatnaður, mikið af skarti, brún belti og töskur, hringlaga sólgleraugu, kimono, sandalar, vesti, kögur, síð pils og gallajakkar. Drottning boho klæðnaðs er klárlega Vanessa Hudgens. Til að bæta gráu ofan á svart þá á hún fallegasta kærasta í heimi ( fyrir þá sem horfa á Carrie Diaries ).











Nýja lína LINDEX edited by Kate Hudson er í anda BOHO fatnaðar og á ég sjálf Kimono úr þeirri línu. 

COACHELLA er tónlistarhátíð haldin í Californiu og þar er mikið um boho fatnaði. Á Harpers Bazaar er bloggað um þann fatnað. En hér eru myndir síðan í fyrra. 










Julianne Hough flott eins og alltaf.




XX - smkjartans

INSTAGRAM

























INSTAGRAM : @smkjartans
TWITTER : @SMK96