28. jún. 2014

ANGELICKA BLICK @ FASHION BLOGGER

Þar sem ég er ekki mikill fótbolta aðdáandi var ég ekki að nenna að horfa á Brazil-Chile svo ég ákvað að klára pistil sem ég byrjaði á fyrir löngu. Ég ætla að sýna ykkur minn helsta innblástur úr "sænska tískuheiminum", hana Angelicku Blicks.

Angelicka Blick er 22 ára tískudíva frá Stokkhólmi, Svíþjóð. Ég er búin að fylgjast með henni í smá tíma og er hún minn stærsti innblástur. Hún vinnur sem Bloggari/stílisti/hönnuður. Hún hefur unnið fjölda verðlauna í svíþjóð eins og hún vann "Best klædd" hjá Kanal 5 árið 2011 og 2012 og "Besti tískubloggarinn" árið 20132 hjá Vecko Revyn.





Árið 2011 vann hún í samstarf við Nelly sem gáfu svo út fatalínu. Í ár vann hún í samstarfi við BikBok  og gáfu þau út ótrúlega flott föt. Sjá myndir að neðan









Ég gæti skoðað hana endalaust, getið fylgst með henni á INSTAGRAM: @angelicablicks
og skoðað bloggið hennar hér : angelicablick.se

Erfitt að velja flottustu dressin en hér eru þau 



















Hún er svo flott, mesta girlcrush í heiminum

XX - smkjartans

Engin ummæli:

Skrifa ummæli