27. maí 2014

SUMAR 2014

Í dag lauk skólagöngu minni í Menntaskólanum við Sund og er þar með komin í sumarfrí. Hver veit hvað tekur við næst, mögulega eitthvað spennandi og skemmtilegt. Flestir sem ég þekki eru að hefja sumarstarfið og ætla vinna eins og brjálæðingar. þrátt fyrir hálf glatað veður síðustu dagar er ég með "high hopes" á þetta elskulega íslenska sumar veður. 

Þótt ég fari ekki til Tenerife eða Magaluf fer ég hins vegar á DAVID GUETTA tónleikana sem eru eftir 19 daga og svo eru 88 dagar í JUSTIN TIMBERLAKE tónleikana. Einnig er stór pæling að fara á tónlistarhátíðina SECRET SOLSTICE sem er eftir 23 daga. 

Þið hafið eflaust lesið einhverstaðar hvað verður í tísku í sumar þannig ég ætla ekki að fara copy-paste heldur ætla ég að henda í smá mynda-show af mínu drauma sumri.



















XX - smkjartans

3. maí 2014

AUDREY HEPBURN

Í tilefni þess að Audrey Hepburn hefði orðið 85 ára í dag ákvað ég að henda í smá mynda-post af hinni gullfallegu þáverandi bresku leikkonu.












Svo ótrúlega flott kona sem lést 64 ára að aldri. Hún eldist ótrúlega vel og er ein mesta fegurð sem ég hef litið mínum augum á. 


XX - smkjartans