Á morgun hefst stærsta vika MS-inga og get ég sagt ykkur að þessi vika er "of-peppuð".
Vikan fer svona fram.
Mánudagur: Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands 2011, verður með uppistand í hádeginu í Kattholti. Um kvöldið verður síðan Hæfileikakeppnin haldin í Þrísteini frá kl. 20:00-22:00. Ef þú ert "a man of many talents" þá rífuru þig í gang, rykkir þér upp á svið og lætur ljós þitt skína.
Þriðjudagur: Sláarkeppni Strákanna verður haldin í hádeginu í Hálogalandi þar sem tveir heppnir einstaklingar munu hreppa sitthvorn miðann á ballið! Bílabíóið verður síðan haldið um kvöldið frá kl. 20:00-22:00 þar sem varpað verður mynd á vegginn hjá Þrísteini. Mætið tímanlega til að hampa stæði!
Miðvikudagur: Kl. 11:15 verður danskennsla í Hálogalandi þar sem kennt verður '85 dansinn sem öllum MSingum ber skylda að vera með á hreinu á ballinu og þegar því er lokið mun hin litríka tískusýning kennara hefjast. Um kvöldið: 85'BALLIÐ @ SPOT
Fimmtudagur: Þemadagur. Fjölbreytilegt úrval af þessu og hinu sem ætti að gera öllum til geðs.
Föstudagur: FRÍ.
ÚTVARP MOTTA í fullum gangi frá 07:00-23:00 alla daga vikuna.
Veistu ekki í hverju þú átt að vera ? Finnuru ekki nein 80's föt? Ertu alveg á síðustu mínútu ?
Stelpur, litaðar leggings / sokkabuxur, legghlífar, converse, hárbönd, boyfriend buxur, disco pants, grifflur og klipptir bolir. Strákar, jebb, þetta er ekki vesen.
Kílómarkaðurinn er ennþá í fullum gangi við hlemm opnar 11:00-18:00
Minni líka á instagram : #85sms #ritnefnd #85ms #aesirms
Smá make-up tutorial fyrir ykkur stelpur en á 85 má allt svo ekki vera hræddar við að fara aðeins yfir línuna. Þetta er meira svona í vikunni þar sem ég ætlast til að sjá slatta af bleikum kinnalit.
Til að peppa þig ef þú ert veikur eða ekki að nenna að læra fyrir prófið í vikunni mæli ég með The Breakfast Club og Back to the Future.
Hlakka mikið til morgundagsins og vona svo innilega að meirihlutinn af skólanum sé hvorki gleyminn né algjör púki og klæðist 85'fötum á morgun.
XOXO
"Frankie says RELAX"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli