3. okt. 2013

Matthew Williamson Countdown

Nú er loksins komið að því og biðin á enda . Á morgun kemur Matthew Williamson, nýja Lindex línan í búðir, Sense Of Style eða S.O.S. Við Lindex dömurnar höfum beðið spenntar eftir þessu og ætti þetta ekki að fara framhjá þér.

Tískubloggarar á Íslandi virðast nokkuð spenntir en hér eru linkar um línuna og kynninguna á línunni sem var haldin núna fyrr í vikunni. 





Elísabet Gunnarsdóttir á sýningunni í Svíþjóð. Alltaf jafn flott.

Matthew talar um  að konur elska klæðileg efni með kvenlegum sniðum, hann gerir það ótrúlega vel og öll efnin og mynstrin koma rosalega vel út þar sem hann vitnar meðal annars í bresku rósina, blandar köldum og hlýjum tónum og vill að MW konan sé skapandi og tjái persónuleika sinn í gegnum fötin.





Bleika armbandið


10 % af öllum vörum í línunni renna til styrktar bleika mánaðarins en 50 % af bleika armbandinu rennur til bleiku slaufunnar.







Tók eftir einu áðan sem kom mér skemmtilega á óvart, þú sérð ekki karla gangandi um með bleika nælu, en 104 Slaufur eru með "Bleikar Slaufur" til sölu og ætla ég að sjá til þess að pabbi næli sér í eina.


Minni alla á að kaupa bleiku slaufuna við næsta tækifæri, margt smátt gerir eitt stórt <3


XOXO

1 ummæli: